Almennar fréttir
Börn og umhverfi - aukanámskeið
27. júní 2019
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við Börn og umhverfi námskeiði sem fer fram í Hafnafirði þann 1.-4. júlí 2019, með fyrirvara um næga þátttöku.
Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 1-4. júlí 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku.
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri).
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að Strandgötu 24 og skiptist á fjögur (4) kvöld.
Mánudagurinn 1. júlí, kl: 17-20 - Efni: Rauði krossinn, þroski barna, samskipti
Þriðjudagurinn 2. júlí, kl: 17:30-20 -Efni: Leikir, leikföng, umönnun
Miðvikudagurinn 3. júlí, kl: 17-20 - Efni: Slysavarnir
Fimmtudagurinn 4. júlí, kl: 17-20 - Efni: Skyndihjálp
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. ATH! að taka með sér hollt og gott nesti fyrir pásu. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.
SKRÁNING - skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors.
ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Allar nánari upplýsingar í síma 570 4220 og á hulda@redcross.is
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.