Almennar fréttir
Börn söfnuðu 130 þúsund krónum fyrir flóttafólk
15. ágúst 2022
Á undanförnum mánuðum tókst fjórum framtakssömum krökkum að safna heilum 130 þúsund krónum sem þau gáfu Rauða krossinum til að styrkja flóttafólk sem er að flýja átökin í Úkraínu.

Börnin, sem heita Sigrún, Andri, Emma og Karen, búa í Ennishvarfi í Kópavogi. Þau náðu að safna þessari óvenju háu upphæð með því að vera sérlega dugleg og úrræðagóð.
Þau byrjuðu á því að fá posa lánaðan hjá Saltpay svo fólk gæti borgað þeim með korti og svo héldu þau tvær sirkussýningar sem þau seldu inn á og seldu meira að segja veitingar í hléi.
Þau bjuggu svo einnig til armbönd og annað úr loom-teygjum og notuðu posann til að selja þau nálægt heimilum sínum.
Krakkarnir gengu einnig um hverfið sitt og seldu miða í happdrætti þar sem vinningar voru í boði og síðast en ekki síst söfnuðu þau tómum drykkjarumbúðum í hverfinu sínu sem þau fóru með í Sorpu.
Við þökkum krökkunum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.