Almennar fréttir

Controlant styrkir kaup á jólagjöfum fyrir börn á flótta

21. desember 2022

Rauði krossinn á Íslandi fékk hálfa milljón króna í styrk frá fyrirtækinu Controlant. Styrkurinn verður nýttur til að kaupa jólagjafir handa börnum á flótta.

Fyrirtækið Controlant styrkti Rauða krossinn um 500.000 krónur í vikunni. Styrkurinn fer í jólagjafir og skemmtun fyrir börn flóttafólks á Íslandi.

Við þökkum Controlant kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag í þágu mannúðar!