Almennar fréttir

Erfðagjöf til Rauða krossins

25. janúar 2021

Svanhildur Jónsdóttir ánafnaði hluta arf síns til verkefna með flóttafólki hjá Rauða krossinum

Nú á dögunum barst Rauða krossinum vegleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur sem lést í sumar, en hún ánafnaði ýmsum félögum hluta af arfi sínum í erfðaskrá. Svanhildur var fædd í Sandgerði þann 8. nóvember 1942 og lést í Brákarhlíð í Borgarnesi þann 4. ágúst sl.

Rauði krossinn er þakklátur fyrir þetta framlag sem mun nýtast í verkefni með flóttafólki að ósk Svanhildar. Við vottum fjölskyldu og vinum Svanhildar samúð vegna andláts hennar.