Almennar fréttir
Evrópa bjóði fólk velkomið í kjölfar áður óþekktrar samstöðu
20. júní 2022
Á alþjóðadegi flóttafólks kallar Rauða krossinn eftir því að ríki Evrópu dragi jákvæðan lærdóm af viðbrögðum sínum við átökunum í Úkraínu og sýni öllum sem leita verndar sömu samstöðu, óháð því hvaðan þau koma og hvernig þau ferðuðust til Evrópu.
Um 6,8 milljónir einstaklinga hafa flúið Úkraínu og eru nú á flótta innan Evrópu. Þessi mikla og mikilvæga áskorun hefur sýnt hversu ótrúleg viðbrögð íslenskra stjórnvalda og annarra Evrópuríkja geta verið og hvernig hraði og umfang viðbragða er möguleiki. Ríki Evrópu hafa sýnt í verki möguleika álfunnar til að opna dyr sínar og úrræði fyrir fólki sem býr við vopnuð átök og aðrar skelfilegar aðstæður. Íbúar Evrópu hafa veitt einstakan stuðning og fjárframlög en ríki hafa einnig nýtt viðbragðskerfi sín og þróað leiðbeiningar og samræmt sig á áður óþekktan hátt.
Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða sem fólki frá Úkraínu hefur verið veitt á grundvelli 44. gr. útlendingalaga hefur gert þeim kleift að afla sér upplýsinga um réttindi sín og tækifæri hér á landi og hraðað aðgengi að menntun, húsnæði, vinnumarkaði og heilbrigðiskerfi. Hraður og inngildandi aðgangur að þessum nauðsynlegum réttindum og þjónustu er lykillinn að því að tryggja að fólk upplifi sig velkomið og öruggt. Virk aðlögun og að fólk hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins á nýjum stað er afskaplega mikilvægt og gagnlegt fyrir okkur öll.
Um alla Evrópu hafa landsfélög Rauða krossins unnið í samstarfi við yfirvöld að styðja við ýmiskonar vinnu við móttöku flóttafólks. Það eru alltaf tækifæri til umbóta, til dæmis hvað varðar stuðning við fólk og húsnæðislausnir, en skjótar aðgerðir hafa sýnt svart á hvítu hversu sláandi munur er á aðbúnaði og aðstæðum fyrir fólk af mismunandi uppruna sem leitar verndar í mörgum ríkjum Evrópu.

Allt of oft þurfa umsækjendur um alþjóðlega vernd í Evrópu að ganga í gegnum langan og strangan feril við umsóknir sínar, sem setur líf þeirra á bið og kemur í veg fyrir að þau geti komið sér fyrir á nýjum stað, finni fyrir öryggi og blómstri í starfi og leik. Þau hafa oft takmarkaðan aðgang að þjónustu, þar á meðal mikilvægri heilbrigðisþjónustu og sálfélagslegum stuðningi og hafa ekki möguleika á að vinna sem dregur aðlögun enn frekar á langinn.
Djarfar aðgerðir Evrópuríkja til að styðja fólk á flótta frá Úkraínu sýna hvað er mögulegt þegar mannúð er miðpunktur allra viðbragða. Ríkin þurfa að þróa meira inngildandi nálganir sem tryggja reisn allra þeirra sem leita verndar. Stuðningurinn sem flóttafólki er boðinn getur ekki verið háður því hvaðan það kemur eða hvernig og hvenær það komst til Evrópu.
Móttaka fólks frá Úkraínu gefur ríkjum Evrópu tækifæri til að byggja á og efla samhug við móttöku fólks hvaðanæva að úr heiminum, með kerfum sem virka fyrir allt fólk á flótta.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“