Almennar fréttir
Fjáröflun í bílskúrnum
12. nóvember 2020
Börn komu færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum
Í byrjun október komu börn færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum með peningagjöf, en þau höfðu safnað 10.380 krónum með opnun búðar í bílskúrnum hjá einu þeirra þar sem dót og nammi var til sölu.
Þau óskuðu þess að peningarnir nýttust börnum erlendis sem þurfa á aðstoð að halda. Það er fallega hugsað og Rauði krossinn lætur það sem safnast á tombólum og öðrum slíkum söfnunum alltaf renna til barna sem á þurfa að halda erlendis.
Börnin heita Kolbrún Pálína Kristmundsdóttir, Inga Hrafney Stefánsdóttir, Vigdís Lóa Gísladóttir, Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir og Matthías Fannberg Gíslason. Með þeim á myndinni er Ragnhildur sjálfboðaliði Rauða krossins. Á myndina vantar Ásdísi Erlu Björgvinsdóttur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.