Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð
18. desember 2020
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð að nýju á Seyðisfirði.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að nýju í Herðubreið í nótt á Seyðisfirði. Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita áfallahjálp, en einnig er hvíldaraðstaða og matur í boði. Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem í boði er í fjöldahjálparmiðstöðinni, nærvera og mannleg hlýja geta mikið gert á erfiðum tímum.
Enn er í gildi hættustig á Seyðisfirði og óvissustig á Austurlandi vegna skriðuhættu, sem lýst var yfir þann 16. desember sl. vegna mikilla rigninga. Á Seyðisfirði hafa hús verið rýmd í bænum og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar.
Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem er í boði á fjöldahjálparstöðinni. Nærvera og mannleg hlýja getur gert mikið á erfiðum tímum.
Á myndinni, sem er skjáskot úr fréttum Stöðvar 2, má sjá sjálfboðaliðanna Berglindi og Guðjón sem staðið hafa vaktina.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 23. júní 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu og söfnuðu þær alls 44 þúsund krónum.

Jarðskjálfti í Afganistan
Almennar fréttir 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.