Almennar fréttir
Frábært framlag til Malaví
20. desember 2018
Málaði ójólalegar myndir á jólakort til styrktar Rauða krossinum
Í gær barst Rauða krossinum óvænt og skemmtilegt framlag frá Finnboga Birkis Kjartanssyni, 8 ára, í starf félagsins í Malaví. Hann málaði myndir á jólakort sem hann seldi fyrir hátíðarnar og gaf í gær Rauða krossinum og Unicef á Íslandi ágóðann. Samtals var upphæðin til Rauða krossins 23 þúsund krónur og þakkar Rauði krossinn kærlega fyrir framlagið.
Jólakortin voru með þemanum ójólalegt dót og þóttu einstaklega vel lukkuð. Á hvert kort hafði Finnbogi málað mynd af hlut sem tengist jólunum ekki við fyrstu sýn. Hér fyrir neðan má sjá jólakortið sem Finnbogi gaf Rauða krossinum en myndin er birt með góðfúslegu leyfi listamannsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 12. febrúar 2025Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Víkurhvarfi 1.

Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.