Almennar fréttir
Framboð til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
21. janúar 2022
Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 8. gr. laga RKÍ frá 23. maí 2020 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 21. maí 2022 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Formann til fjögurra ára
- Varaformann til fjögurra ára
- Fjóra stjórnarmenn til fjögurra ára
- Tvo varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana@redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
b.t. Kristjönu Fenger
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til kl. 16:00 föstudaginn 25. febrúar 2022
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Ragnhildur Rós Indriðadóttir, formaður, Múlasýsludeild: rri@is
- Gunnar Frímannsson, Eyjafjarðardeild: frimanns@mail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Vesturlandsdeild: vala@simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Barðastrandarsýsludeild: hgisla@icloud.com
Varamaður:
- Matthías Matthíasson, Höfuðborgarsvæðisdeild: matthiasson@gmail.com
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“