Almennar fréttir

Friðarverðlaun Nóbels voru veitt í gær

11. desember 2018

Í gær hlutu baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopn í átökum og hernaði.

Í gær hlutu baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopn í átökum og hernaði.

Denis Mukwege hefur varið stórum hluta lífs síns í að hjálpa fórnarlömbum nauðgana og kynferðislegs ofbeldis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, hvar langvinn borgarastyrjöld hefur kostað meira en 6 milljón mannslíf. Mukwege hefur ítrekað fordæmt refsileysi vegna nauðgana og gagnrýnt stjórnvöld um allan heim fyrir að gera ekki nóg til að stöðva notkun kynferðislegs ofbeldis sem stríðsvopn og stefnu í stríðsrekstri.

Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð utanríkisráðuneytisins,  styður dyggilega við bakið á Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), sem hefur skorið upp herör gegn nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi sem vopn í hernaði. Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt fjármagni í þessa baráttu ICRC í Sýrlandi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

Í meðfylgjandi myndbandi segir kongósk kona frá hræðilegum raunum sínum þegar vopnaðir menn brutust inn á heimili hennar og nauðguðu henni, rændu manninum hennar og myrtu. Hún leitaði til Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður Kivu þar sem hún hefur notið ráðgjafar og aðstoðar við að vinna sig úr áfallinu.  

Sjá hér