Almennar fréttir

Friðarverðlaun Nóbels voru veitt í gær

11. desember 2018

Í gær hlutu baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopn í átökum og hernaði.

Í gær hlutu baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopn í átökum og hernaði.

Denis Mukwege hefur varið stórum hluta lífs síns í að hjálpa fórnarlömbum nauðgana og kynferðislegs ofbeldis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, hvar langvinn borgarastyrjöld hefur kostað meira en 6 milljón mannslíf. Mukwege hefur ítrekað fordæmt refsileysi vegna nauðgana og gagnrýnt stjórnvöld um allan heim fyrir að gera ekki nóg til að stöðva notkun kynferðislegs ofbeldis sem stríðsvopn og stefnu í stríðsrekstri.

Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð utanríkisráðuneytisins,  styður dyggilega við bakið á Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), sem hefur skorið upp herör gegn nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi sem vopn í hernaði. Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt fjármagni í þessa baráttu ICRC í Sýrlandi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

Í meðfylgjandi myndbandi segir kongósk kona frá hræðilegum raunum sínum þegar vopnaðir menn brutust inn á heimili hennar og nauðguðu henni, rændu manninum hennar og myrtu. Hún leitaði til Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður Kivu þar sem hún hefur notið ráðgjafar og aðstoðar við að vinna sig úr áfallinu.  

Sjá hér

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli

Almennar fréttir 10. desember 2024

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land. 

Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co

Almennar fréttir 03. desember 2024

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 02. desember 2024

Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.