Almennar fréttir
Fyrsta skipti út fyrir höfuðborgina eftir tveggja ára búsetu
10. júní 2024
Tæplega 4000 manns hefur komið til Íslands frá Úkraínu síðan átök hófust þar í landi fyrir um tveimur árum. Meðal þeirra er stór, en oft ósýnilegur hópur eldri kvenna sem neyddust til að skilja allt eftir í heimalandinu – börnin sín, barnabörn og heimilin sem þær höfðu búið í áratugum saman.
Hópur þessara kvenna hittist einu sinni í viku og prjónar saman í Hvítasunnukirkju Fíladelfía ásamt íslenskum konum. Þeir viðburðir eru hjá mörgum þeirra eina félagslífið sem þær stunda og margar þeirra lýstu því að þær hefðu ekki fengið tækifæri hingað til að skoða nýja heimalandið.
Rauði krossinn ásamt Reykjavik Excursions, Friðheimum og Úkraínsk-íslenska prjónaklúbbnum, skipulagði ferð þann 31.maí fyrir hóp 20 úkraínskra og íslenskra eldri kvenna. Þær heimsóttu Geysi, Gullfoss, Þingvelli og Friðheima gróðurhús. „Þetta var fyrsta ferð mín út fyrir höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi í næstum 2 ár,“ segir ein kvennanna.
Eins og milljónir Úkraínumanna um allan heim, vita þessar konur ekki hvenær þær munu snúa aftur til heimalands síns. Á meðan munu þær reiða sig á sálrænan stuðning frá samfélagi sínu og góðvild Íslendinga til að hjálpa þeim að aðlagast og takast á við veruleikann á meðan þær eru hér. Þrátt fyrir eyðilegginguna í Úkraínu og þá staðreynd að margar þeirra hafa misst heimili sín, eru þær staðráðnar í að snúa aftur til heimalands síns þegar það verður mögulegt.
„Það er samt mitt heimili,“ segja þær.
Ferðin var skipulögð innan EU4Health verkefnisins sem styrkt er af Evrópusambandinu og er sú fyrsta í röð ferða fyrir félagslega einangraða eldri borgara á Íslandi.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitMannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 02. desember 2024Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.