Almennar fréttir

Gengu í hús og söfnuðu pening fyrir Rauða krossinn

04. apríl 2022

Þessir drengir gengu í hús á Akureyri og söfnuðu pening, ásamt því að leggja hver og einn hluta af eigin sparifé, í söfnun fyrir Úkraínu.

Samtals söfnuðu þeir 54.577 kr. Við þökkum Bjarna Sævari Eyjólfssyni, Friðriki Má Hjaltasyni, Hilmari Marinó Arnarssyni, Sigmundi Ævari Ármannssyni og Stefáni Berg Jóhannssyni kærlega fyrir rausnarlegt framlag til mannúðarmála.