Almennar fréttir
Gleðilega hinsegin daga / Reykjavík Pride
05. ágúst 2022
Rauði krossinn telur mikilvægt að öll fáum við að njóta frelsis og mannréttinda, og er málsvari þeirra sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda.
Ljóst er að öll þurfum við að vera á verði og leggja okkar að mörkum til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur í hinsegin baráttunni og stuðla að því að fjölbreytileikinn fái að blómstra í allri sinni dýrð. Rauði krossinn lætur ekki sitt eftir liggja í því sambandi.
Á myndinni (frá vinstri) eru tveir starfsmenn Rauða krossins, þeir Francisco Gimeno Ruiz og Jordi Cortes.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Útkall á Keflavíkurflugvelli
Almennar fréttir 26. júlí 2022Viðbragðshópar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og af Suðurnesjum voru kallaðir út í gær vegna flugvélar á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjana er var snúið við yfir Grænalandi vegna sprengjuhótunar.

Hvert handtak skiptir máli
Almennar fréttir 19. júlí 2022Fataverkefni Rauða krossins stuðlar að sjálfbærni og umhverfisvend. Verkefnið er borið upp af sjálfboðaliðum og samfélagsþjónum, en sjálfboðaliðar sjá um að tæma söfnunargáma og afgreiða í búðunum, og samfélagsþjónar starfa í fataflokkunarstöðinni. Undanfarið hefur Rauði krossinn sannarlega fundið fyrir mikilli velvild í samfélaginu, en sjaldan hefur almenningur gefið eins mikið af fötum og salan í verslunum á höfuðborgarsvæðinu er nú á pari við bestu sölu síðan árið 2013.

Hungur í Sómalíu og framlag Rauða krossins
Alþjóðastarf 15. júlí 2022Rauði krossinn á Íslandi hefur með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina veitt rúmlega 28 milljónum íslenskra króna til mannúðaraðgerða í Sómalíu á árinu. Þessi fjárstuðningur kemur til viðbótar við sömu fjárhæð sem veitt var í aðgerðirnar í Sómalíu í lok árs 2021. Í þessum heimshluta, hið svokallaða horn Afríku ríkir nú mikil neyð og í Sómalíu einni eru 4.1 milljón einstaklingar í brýnni þörf fyrir fæðu, auk vatns og heilbrigðisaðstoðar.