Almennar fréttir

Góði hirðirinn styrkir Áfallasjóð Rauða krossins

20. desember 2018

Í dag veitti Góði hirðirinn Áfallasjóði Rauða krossins eina milljón króna við hátíðlega athöfn í starfsstöð Góða hirðisins.

Í dag veitti Góði hirðirinn Áfallasjóði Rauða krossins eina milljón króna við hátíðlega athöfn í starfsstöð Góða hirðisins. Við sama tilefni var fjöldi annarra hjálpar- og mannúðarsamtaka veittur styrkur til áframhaldandi starfa fyrir góð málefni. 

Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þetta framlag í Áfallasjóð.