Almennar fréttir
Grunnhundamat verður 4. og 5. október
01. október 2021
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.
Átt þú vinalegan fjórfætling og vilt láta gott af þér leiða?
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Hundavinir heimsækja nánast öll dvalarheimili á höfuðborgarsvæðinu reglulega og einnig mörg dvalarheimili á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda, en eins og rannsóknir sýna geta hundar náð afar vel til fólks og stundum betur en fólk.
Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum með a.m.k. 2 vikna millibili. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.
Til að undirbúa þig og hundinn eins vel og mögulegt er þá þurfið þið fyrst að fara í grunnhundamat. Matið er gert af reyndum sjálfboðaliðum í verkefninu sem metur hvort þú og hundurinn séuð fær um að taka þátt í heimsóknarvinaverkefninu með hund.
Hundavinir geta mætt í grunnhundamat næst 4. eða 5. október.
Nánari upplýsingar:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“