Almennar fréttir
Grunnhundamat verður 4. og 5. október
01. október 2021
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.
Átt þú vinalegan fjórfætling og vilt láta gott af þér leiða?
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Hundavinir heimsækja nánast öll dvalarheimili á höfuðborgarsvæðinu reglulega og einnig mörg dvalarheimili á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda, en eins og rannsóknir sýna geta hundar náð afar vel til fólks og stundum betur en fólk.
Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum með a.m.k. 2 vikna millibili. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.
Til að undirbúa þig og hundinn eins vel og mögulegt er þá þurfið þið fyrst að fara í grunnhundamat. Matið er gert af reyndum sjálfboðaliðum í verkefninu sem metur hvort þú og hundurinn séuð fær um að taka þátt í heimsóknarvinaverkefninu með hund.
Hundavinir geta mætt í grunnhundamat næst 4. eða 5. október.
Nánari upplýsingar:
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.