Almennar fréttir

Héldu kökubasar til styrktar Rauða krossinum

06. apríl 2022

5-TRG, bekkur í Mýrarhúsaskóla, bökuðu sjálf og seldu kökur á Eiðistorgi til styrktar Rauða krossinum.

Á 3 dögum náðu þau að safna 150.000 krónum. Einnig fóru þau með dósir sem þau söfnuðu í endurvinnslu. 
Við þökkum þessum duglegu börnum kærlega fyrir sitt framlag til mannúðarmála!

Emil Kári, Marías Aron, Harpa Margrét, Eyvör, Frosti, Emil Freyr, Katrín Eva, Óskar Gunnar, Adam Freyr, Amelia Rós, Dóra Elísabet, Emilía Eyva, Gísli Marinó, Ísadóra Diljá og Vigdís Eva. Á myndina vantar þá Styrmi og Tryggva Þór.