Almennar fréttir
Héldu leiksýningu til styrktar íbúum Úkraínu
23. mars 2022
Þær Dögun Rós Steinarsdóttir og Helena Potrykus eru hugmyndaríkar stúlkur sem búa á Þórshöfn en þær stofnuðu Smálandaleikhúsið einar síns liðs. Nýverið settu þær upp leiksýninguna Emil og Ída í Kattholti.
Dögun og Helena fóru sjálfar með aðalhlutverk en fengu þær Aleksöndru Potrykus og Írenu Móey Þorsteinsdóttur til að fara með aukahlutverk. Þá vantaði þær einnig leikara til að fara með hlutverk pabba hans Emils en þær dóu ekki ráðalausar, heldur báðu Odd Skúlason, starfsmann íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn að taka hlutverkið að sér.
Þær fengu íþróttahúsið á Þórshöfn lánað til að halda sýningarnar og áhorfendur greiddu fyrir miða sína. Vinkonurnar voru alltaf ákveðnar í að styrkja gott málefni en að sögn Odds var handritið klárt áður en stríðið í Úkraínu braust út.
Stúlkunum hefur tekist að safna alls 114.910.
Við þökkum þessum duglegu stúlkum kærlega fyrir sitt framlag!

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.