Almennar fréttir

Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

13. ágúst 2022

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar flóttafólki og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, sem var 17.854 krónur.

Stelpurnar heita Lilja Dís Sigurðardóttir og Regína Diljá Rögnvaldsdóttir.

Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!