Almennar fréttir

Héldu tombólu fyrir Rauða krossinn

08. september 2023

Þessar vinkonur héldu tombólu í Spönginni til að safna fé fyrir Rauða krossinn á Íslandi.

Vinkonurnar Sara Björg Sigurðardóttir, Margrét Einarsdóttir, Stefanía Ingólfsdóttir og Veronika Ólafsdóttir söfnuðu dóti og héldu tombólu í Spönginni til að safna fé fyrir Rauða krossinn.

Afraksturinn var 15 þúsund krónur, sem þær komu með á aðalskrifstofu félagsins.

Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!