Almennar fréttir

Héldu tombólu til að styrkja neyðarsöfnun

19. apríl 2023

Vinkonurnar Una og Stella héldu nýlega tombólu til að styrkja neyðarsöfnun Rauða krossins.

Vinkonurnar Una Hafdís Dagsdóttir og Stella Erlingsdóttir héldu nýlega tombólu á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi til styrktar neyðarsöfnun Rauða krossins, sem var sett á fót til að bregðast við jarðskjálftahamförum í Sýrlandi og Tyrklandi.

Alls söfnuðu þær 15.059 krónum sem þær afhentu Rauða krossinum.

Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt til mannúðarmála!