Almennar fréttir

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

29. mars 2022

Þessar stúlkur söfnuðu samtals 22.837 krónum til styrktar mannúðarstarfi Rauða krossins í Úkraínu.

Söfnunina héldu þær fyrir utan verslunina Hrísalund á Akureyri. Á myndinni eru Elín Rut Róbertsdóttir, Laufey Emilý Adamsdóttir og Ísbella Árný Nínudóttir. Við þökkum þeim kærlega fyrir rausnarlegt framlag sitt til Rauða krossins.