Almennar fréttir

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

12. apríl 2022

Þær Kamilla Inga Ellertsdóttir og Ásdís Erica Farestveit héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum.

Stelpurnar byrjuðu að safna pening árið 2019 og héldu nokkrar tombólur þá. Þær söfnuðu alls 35.878 kr. Þær Ronja, Yrsa, Ísold, Högna og Lóa aðstoðuðu við tombólurnar.

Við þökkum þessum duglegu stelpum kærlega fyrir sitt framlag til mannúaðarmála!