Almennar fréttir

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

14. ágúst 2022

Þessar duglegu 6 ára stúlkur héldu tombólu við Hallgrímskirkju á Hinsegin dögunum. Þær afhentu Rauða krossinum afraksturinn, sem var 14.832 kr.

Stelpurnar heita Iðunn Brynja Jónsdóttir og Signý Alda Jónsdóttir.

Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!