Almennar fréttir

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

18. ágúst 2022

Tveir vinir seldu gamla dótið sitt á tombólu og gáfu Rauða krossinum á Íslandi afraksturinn.

Þeir Tómas Bjartur Skúlínuson og Tómas Óliver Gunnarsson tóku sig til nýverið og héldu tombólu í Álfheimum þar sem þeir seldu gamalt dót sem þeir notuðu ekki lengur. Þeim tókst að safna tæplega 20 þúsund krónum sem þeir gáfu til að styrkja starf Rauða krossins.

 

Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!