Almennar fréttir
Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum
09. mars 2022
Þessi myndarlegi hópur barna, ásamt nokkrum vinum til viðbótar, söfnuðu samtals 45.079 krónum til styrktar mannúðarstarfi Rauða krossins.

Þau söfnuðu með því að ganga í hús, selja perlað handverk sem þau bjuggu til og með því að halda tombólur. Á myndinni eru Dagmar Steinþórsdóttir, Birnir Mar Steinþórsson, Kári Valur Steinþórsson, Anna Björg Steinþórsdóttir, Jón Valur Helgason, Þórhildur Eva Helgadóttir og Sóldís Lilja Magnúsdóttir.
Við þökkum þeim og hinum krökkunum sem tóku þátt í söfnuninni kærlega fyrir rausnarlegt framlag sitt til Rauða krossins
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“