Almennar fréttir

Héldu tombólu til styrktar þolendum átakanna í Úkraínu

29. apríl 2022

Þær Steinunn Erla Sigurðardóttir, Sigríður Maren Arnarsdóttir og Sóley June Martel héldu tombólu og tóku við frjálsum framlögum í Salahverfi til styrktar þolendum átakanna í Úkraínu.

Stelpurnar söfnuðu alls 70.000 krónum. Við þökkum þeim kærlega fyrir rausnarlegt framlag sitt til Rauða krossins!