Almennar fréttir
Helga Sif sæmd fálkaorðu
02. janúar 2021
Helga Sif Friðjónsdóttir var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag fyrir brautryðjendastörf á vettvangi skaðaminnkunar, en hún var í forsvari fyrir stofnun Frú Ragnheiðar árið 2009.
Á nýársdag sæmdi forseti Íslands Helgu Sif Friðjónsdóttur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir brautryðjendastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa.
Helga Sif situr í stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, en hún hefur verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum frá árinu 2007. Hún hóf störf sín í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur og var rekið af Rauða krossinum til lok árs 2020, eftir að hafa lokið doktorsnámi sínu í hjúkrun frá Washington háskóla í Seattle. Í námi sínu þar kynntist hún skaðaminnkun (e. harm reduction) og vettvangshjúkrun í þágu jaðarsettra sem mæta hindrunum innan opinbers kerfis og starfaði sem sjálfboðaliði hjá Safe Link\s Mobile Health Clinic í stúdentaverkefni háskólans fyrir jaðarsetta einstaklinga.
Árið 2009 var Helga Sif í forsvari fyrir stofnun Frú Ragnheiður og hefur allar götur síðan verið verkefninu innan handar bæði sem sjálfboðaliði og sem faglegur bakhjarl. Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem að nota vímuefni um æð. Þeim er boðin aðgengileg og lágþröskulda heilbrigðisþjónusta á vettvangi og skaðaminnkandi nálaskiptaþjónusta.
Helga Sif hefur allt frá upphafi verið leiðandi í því starfi sem Frú Ragnheiður hefur sinnt. Hún hefur sinnt faglegri handleiðslu fyrir starfsmenn verkefnisins og verið faglegur bakhjarl þess sem felur í sér ráðgjöf í erfiðum og þungum málum. Helga Sif hefur haldið óteljandi fyrirlestra um skaðaminnkun og mikilvægi þess sem og kennt á námskeiðum allra sjálfboðaliða Rauða krossins sem sinna skaðaminnkun allt í sjálfboðastarfi.
Helga Sif er sannur brautryðjandi í starfi með jaðarsettum einstaklingum sem nota vímuefni í æð, í hjúkrunarfræði og hefur verið brautryðjandi í mannréttindum fyrir þennan hóp.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“