Almennar fréttir
Hugmyndarík frændsystkin söfnuðu fyrir Rauða krossinn
23. janúar 2025
Frændsystkinin þrjú, Árný Ýr, Bjarki Freyr og Tinna eru aldeilis hugmyndarík þegar kemur að því að safna fé fyrir Rauða krossinn. Þau ákváðu að setja upp sína eigin litlu nuddstofu og bjóða fjölskyldu og ættingjum í fóta- og herðanudd gegn framlagi til söfnunarinnar

Þau létu ekki þar við sitja heldur perluðu listaverk, bjuggu til armbönd og bókamerki sem þau svo gengu í hús og seldu. Aðspurð hvernig þeim hafi gengið að selja sögðu þau að ekki hafi gengið vel til að byrja með en þau héldu bara áfram og þá fór að ganga betur. Þau sýndu þannig að stundum þarf dálitla seiglu til að ná árangri.
Þau komu svo færandi hendi með afraksturinn, heilar 24.350 krónur, til Rauða krossins við Eyjafjörð. Við þökkum þessum flottu krökkum kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag til mannúðarstarfs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.