Almennar fréttir
Hver verður Skyndihjálpar- manneskja ársins 2022?
30. nóvember 2022
Rauði krossinn á Íslandi leitar að Skyndihjálparmanneskju ársins 2022
Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2022? Ef svo er sendu okkur ábendingu hér:
Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossinum eigi síðar en þann 20. janúar 2023
Á hverju ári útnefnir Rauði krossinn á Íslandi Skyndihjálparmanneskju ársins. Þá er einstaklingi sem hefur á liðnu ári veitt skyndihjálp á eftirtektaverðan hátt veitt viðurkenning við hátíðalega athöfn á 112 daginn 11 febrúar 2023.
Eftirfarandi reglur gilda um tilnefningar:
- Skyndihjálparmanneskja ársins þarf að hafa bjargað mannslífi
- Skyndihjálpamanneskja ársins þarf að hafa sýnt eftirtektaverða kunnáttu og færni í almennri skyndihjálp. Hjálpin sem veitt var verður að hafa leitt til betri líðan eða stöðugleika á ástandi hins slasaða eða sjúka frá þeim tíma sem slysið varð þar til fagfólk kom á vettvang.
- Skyndihjálparmanneskja ársins má ekki vera menntaður hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir eða sjúkraliði.
- Skyndihjálparmanneskja ársins má ekki hafa unnið afrekið í starfi sínu innan öryggis- og bráðaþjónustu, það á til dæmis við um björgunarsveitarfólk, lögregluþjóna, öryggis- og sundlaugaverði.
Rauða krossinn óskar eftir því að fá að hafa samband við þann sem tilnefnir og þann sem er tilnefndur ef þörf er á frekari upplýsingasöfnun um skyndihjálpina sem var veitt og miðast upplýsingasöfnunin hér að neðan að því.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy
Alþjóðastarf 24. mars 2023Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
Almennar fréttir 24. mars 2023Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Ný stjórn deildarinnar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. mars 2023Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.