Almennar fréttir
Íslandsbanki styður heimsmarkmið 4, 5 og 9 í samvinnu við Rauða krossinn
29. nóvember 2021
Fjármagn Íslandsbanka mun styðja við heimsmarkmiðin: 4: Menntun fyrir alla, 5: Jafnrétti kynjanna og 9: Nýsköpun og uppbygging.
Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni. Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna.
\r\n
Fjármagn Íslandsbanka mun styðja við heimsmarkmiðin: 4: Menntun fyrir alla, 5: Jafnrétti kynjanna og 9: Nýsköpun og uppbygging.
Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví, sem í tæpa þrjá áratugi hefur skilað metnaðarfullri uppbyggingu og valdeflingu fátækra samfélaga í Malaví, einu fátækasta og þéttbýlasta landi heims. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni; fjölda berskjaldaðra barna er tryggð skólaganga og neyðarvarnir samfélaga hafa verið stórauknar, en hamfarir af völdum loftslagsbreytinga verða æ tíðari í Malaví.
Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna. Þá sér í lagi þann þátt sem kallast Savings and Loans Associations (SLA). SLA eru hópar, kvenna annars vegar og ungmenna hins vegar, sem búa í sama þorpi og vinna saman að því að spara fjármagn og lána sín á milli til ýmissa verkefna auk þess sem oft er ráðist í stærri sameiginleg verkefni. Á þessum slóðum er SLA yfirleitt fyrsta skref kvenna og ungmenna til að öðlast t.d. fjármálalæsi og þekkingu á rekstri. Með slíka þekkingu í veganesti eru þau betur í stakk búin að sækja þjónustu stofnana sem sinna örlánastarfsemi (e. microfinance).
Fjármagn Íslandsbanka mun styðja við heimsmarkmiðin: 4: Menntun fyrir alla, 5: Jafnrétti kynjanna og 9: Nýsköpun og uppbygging.
Á forsíðumynd má sjá Grace Chisesa, fimm barna móðir í Njolomola þorpi í Mwanza-héraði í sunnanverðri Malaví stendur hér í matjurtagarðinum sínum. Þessi tegund ræktunar kallast \"keyhole gardening\" en eins og sjá má líkist form garðsins lyklaopi. Slíkir garðar þola mun meiri þurrka en hefðbundin matjurtabeð og nýta matarleifar sem næringu, t.d. bananahýði og maískjarna. Grace útbjó matjurtagarðinn eftir að hafa fengið fræðslu og kennslu frá Rauða kross sjálfboðaliða Njolomola þorps.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.