Almennar fréttir

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2022 eru farnir í dreifingu um allt land

25. nóvember 2022

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2022 eru farnir í dreifingu um allt land. Jólamerkimiðana í ár prýðir Mannvinahjartað sem er merki Mannvina Rauða krossins.

Mannvinir Rauða krossins styðja við öll verkefni Rauða krossins, svo sem Hjálparsímann 1717, mótttöku flóttafólks, áfallahjálp, skaðaminnkunarverkefni og þróunarsamvinnu.

Þú getur nálagast jólamerkimiðana í Rauða kross búðunum á Höfuðborgarsvæðinu.

Rauði krossinn vill hvetja þig að nota miðana þótt þú hafir ekki tök á að greiða fyrir þá.

Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:

  • Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
  • Sendir SMS-ið JOL í númerið1900 og styrkir um 3.300 kr.
  • Greiðir í gegnum Kass (7783609)
  • Greiðir í gegnum Aur(1235704000)
  • Greiðir þá í gegnum vefverslun okkar hér

Rauði krossinn á Íslandi sinnir margvíslegu hjálpar- og mannúðarstarfi um allt land. Starf félagsins miðar að því að bæta íslenskt samfélag og bregðast við á neyðarstundu.

Rúmlega 3.000 sjálfboðaliðar bera starfið uppi, en þeir starfa í anda grundvallarhugsjóna hreyfingarinnar um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni.

Rauði krossinn hefur viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði á Íslandi þar sem félagið er hluti af Almannavörnum ríkisins.

Með því að greiða jólamerkimiðana styður þú við innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefni Rauða krossins yfir hátíðarnar styðja vel við þá sem upplifa einmanaleika, sorg og áhyggjur.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina á Hjálparsíma Rauða krossins allan sólahringinn, aðfangadag sem og aðra daga. Ekkert vandamál er of stórt eða of lítið fyrir Hjálparsímann.

Rauði krossinn á Íslandi óskar þér og þínum gleðilegra jóla með þökk fyrir veittan stuðning á liðnum árum.

 

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli

Almennar fréttir 10. desember 2024

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land. 

Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co

Almennar fréttir 03. desember 2024

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 02. desember 2024

Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.