Almennar fréttir
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
28. nóvember 2024
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.
Sísí hefur stimplað sig rækilega inn í hjörtu landsmanna með margvíslegri listsköpun sinni, en er kannski frægust fyrir útsaumsverk sín þar sem hún biðst afsökunar á alls kyns hversdagslegum hlutum og uppákomum á gamansaman hátt. Verkin hafa slegið í gegn, enda nær Sísí að fanga þjóðarsálina í þeim á einstakan og skemmtilegan hátt. Miðarnir í ár eru byggðir á þessu skemmtilega þema.
Við vonum að þú njótir miðanna og að þeir hjálpi þér að gera pakkana þína fallegri og hátíðlegri. Við hvetjum þig til að nota miðana, óháð því hvort þú sérð þér fært að greiða fyrir þá til að styrkja starf Rauða krossins.
Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:
- Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
- Sendir SMS-ið JOL í númerið 1900 og styrkir um 3.300 kr. (Síminn og Nova)
- Greiðir í gegnum Aur (1235704000)
- Greiðir valgreiðslukröfu í heimabankanum þínum
- Greiðir í gegnum vefverslun okkar hér
Með því að greiða fyrir jólaheftið styður þú innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefnin styðja meðal annars vel við þá sem upplifa einmannaleika, sorg og áhyggjur yfir hátíðina.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“