Almennar fréttir

Jólastyrkur frá Krónunni

12. desember 2018

Í síðustu viku barst Rauða krossinum styrkur til tveggja verkefna félagsins frá Krónunni.

Í síðustu viku barst Rauða krossinum styrkur til tveggja verkefna félagsins frá Krónunni. Um var að ræða samtals einnar milljón króna framlag til Frú Ragnheiðar og Konukots sem mun koma að góðum notum á nýju ári. 

 Síðustu ár hefur Krónan leitað eftir aðstoð viðskiptavina sinna við að velja málefni til að styrkja fyrir jólin. Yfir 300 viðskiptavinir Krónunnar komu með ábendingar og viðskiptavinir óskuðu m.a. eftir að Krónan myndi styrkja bæði Konukot og Frú Ragnheiði fyrir jólin.

Rauði krossinn þakkar Krónunni kærlega fyrir þetta frábæra framlag