Almennar fréttir
Kannt þú rétt viðbröð í neyð?
05. febrúar 2021
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
\r\nÁ námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Næstu námskeið:
Slys og veikindi barna:
- 16. febrúar, Kópavogi (FULLT)
- 23. febrúar, Kópavogi - Skráning
- 25. febrúar, á ensku (FULLT)
- 3. mars, Hafnafirði - Skráning
- 9. mars, Kópavogi - Skráning
- 16. mars, Kópavogi - Skráning
- 23. mars, Kópavogi - Skráning
Skyndihjálp 4, 8 og 12 klukkustundir
- Skyndihjálp 4 klst., 8. febrúar, Kópavogi (FULLT)
Skyndihjálp 12 klst., 13. og 14. febrúar, Reykjavík - Skráning
- Skyndihjálp 8 klst., 6. og 7. mars, Reykjavík - Skráning
Skyndihjálp 4 klst., 15. mars, Hafnarfirði - Skráning
First Aid 4 hours (english), 22. mars, Hafnarfjörður - Skráning
Fleiri námskeið og upplýsingar má finna á skyndihjalp.is.
Slys og veikindi barna
Námskeið fyrir alla foreldra, forráðamenn barna og alla aðra sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.
Skyndihjálp 4 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Skyndihjálp 8 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.