Almennar fréttir
Kannt þú rétt viðbröð í neyð?
05. febrúar 2021
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
\r\nÁ námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Næstu námskeið:
Slys og veikindi barna:
- 16. febrúar, Kópavogi (FULLT)
- 23. febrúar, Kópavogi - Skráning
- 25. febrúar, á ensku (FULLT)
- 3. mars, Hafnafirði - Skráning
- 9. mars, Kópavogi - Skráning
- 16. mars, Kópavogi - Skráning
- 23. mars, Kópavogi - Skráning
Skyndihjálp 4, 8 og 12 klukkustundir
- Skyndihjálp 4 klst., 8. febrúar, Kópavogi (FULLT)
Skyndihjálp 12 klst., 13. og 14. febrúar, Reykjavík - Skráning
- Skyndihjálp 8 klst., 6. og 7. mars, Reykjavík - Skráning
Skyndihjálp 4 klst., 15. mars, Hafnarfirði - Skráning
First Aid 4 hours (english), 22. mars, Hafnarfjörður - Skráning
Fleiri námskeið og upplýsingar má finna á skyndihjalp.is.
Slys og veikindi barna
Námskeið fyrir alla foreldra, forráðamenn barna og alla aðra sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.
Skyndihjálp 4 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Skyndihjálp 8 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.