Almennar fréttir
Kannt þú rétt viðbröð í neyð?
05. febrúar 2021
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
\r\nÁ námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Næstu námskeið:
Slys og veikindi barna:
- 16. febrúar, Kópavogi (FULLT)
- 23. febrúar, Kópavogi - Skráning
- 25. febrúar, á ensku (FULLT)
- 3. mars, Hafnafirði - Skráning
- 9. mars, Kópavogi - Skráning
- 16. mars, Kópavogi - Skráning
- 23. mars, Kópavogi - Skráning
Skyndihjálp 4, 8 og 12 klukkustundir
- Skyndihjálp 4 klst., 8. febrúar, Kópavogi (FULLT)
Skyndihjálp 12 klst., 13. og 14. febrúar, Reykjavík - Skráning
- Skyndihjálp 8 klst., 6. og 7. mars, Reykjavík - Skráning
Skyndihjálp 4 klst., 15. mars, Hafnarfirði - Skráning
First Aid 4 hours (english), 22. mars, Hafnarfjörður - Skráning
Fleiri námskeið og upplýsingar má finna á skyndihjalp.is.
Slys og veikindi barna
Námskeið fyrir alla foreldra, forráðamenn barna og alla aðra sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.
Skyndihjálp 4 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Skyndihjálp 8 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.