Almennar fréttir
Kannt þú rétt viðbröð í neyð?
05. febrúar 2021
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
\r\nÁ námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Næstu námskeið:
Slys og veikindi barna:
- 16. febrúar, Kópavogi (FULLT)
- 23. febrúar, Kópavogi - Skráning
- 25. febrúar, á ensku (FULLT)
- 3. mars, Hafnafirði - Skráning
- 9. mars, Kópavogi - Skráning
- 16. mars, Kópavogi - Skráning
- 23. mars, Kópavogi - Skráning
Skyndihjálp 4, 8 og 12 klukkustundir
- Skyndihjálp 4 klst., 8. febrúar, Kópavogi (FULLT)
Skyndihjálp 12 klst., 13. og 14. febrúar, Reykjavík - Skráning
- Skyndihjálp 8 klst., 6. og 7. mars, Reykjavík - Skráning
Skyndihjálp 4 klst., 15. mars, Hafnarfirði - Skráning
First Aid 4 hours (english), 22. mars, Hafnarfjörður - Skráning
Fleiri námskeið og upplýsingar má finna á skyndihjalp.is.
Slys og veikindi barna
Námskeið fyrir alla foreldra, forráðamenn barna og alla aðra sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.
Skyndihjálp 4 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Skyndihjálp 8 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.