Almennar fréttir
Kannt þú rétt viðbröð í neyð?
05. febrúar 2021
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
\r\nÁ námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.
Næstu námskeið:
Slys og veikindi barna:
- 16. febrúar, Kópavogi (FULLT)
- 23. febrúar, Kópavogi - Skráning
- 25. febrúar, á ensku (FULLT)
- 3. mars, Hafnafirði - Skráning
- 9. mars, Kópavogi - Skráning
- 16. mars, Kópavogi - Skráning
- 23. mars, Kópavogi - Skráning
Skyndihjálp 4, 8 og 12 klukkustundir
- Skyndihjálp 4 klst., 8. febrúar, Kópavogi (FULLT)
Skyndihjálp 12 klst., 13. og 14. febrúar, Reykjavík - Skráning
- Skyndihjálp 8 klst., 6. og 7. mars, Reykjavík - Skráning
Skyndihjálp 4 klst., 15. mars, Hafnarfirði - Skráning
First Aid 4 hours (english), 22. mars, Hafnarfjörður - Skráning
Fleiri námskeið og upplýsingar má finna á skyndihjalp.is.
Slys og veikindi barna
Námskeið fyrir alla foreldra, forráðamenn barna og alla aðra sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.
Skyndihjálp 4 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Skyndihjálp 8 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.