Almennar fréttir

Kannt þú rétt viðbröð í neyð?

05. febrúar 2021

Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp. 

\r\n

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. 

Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp. 

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. 

Næstu námskeið:

Slys og veikindi barna:

Skyndihjálp 4, 8 og 12 klukkustundir

  • Skyndihjálp 4 klst., 8. febrúar, Kópavogi  (FULLT)
  • Skyndihjálp 12 klst., 13. og 14. febrúar, Reykjavík - Skráning

  • Skyndihjálp 8 klst., 6. og 7. mars, Reykjavík - Skráning
  • Skyndihjálp 4 klst., 15. mars, Hafnarfirði - Skráning

  • First Aid 4 hours (english), 22. mars, Hafnarfjörður - Skráning

Fleiri námskeið og upplýsingar má finna á skyndihjalp.is

Slys og veikindi barna

Námskeið fyrir alla foreldra, forráðamenn barna og alla aðra sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum.

Skyndihjálp 4 klukkustundir

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.

Skyndihjálp 8 klukkustundir

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki.