Almennar fréttir

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Rauða krossinum 1 milljón

29. mars 2022

Kiwanisklúbburinn Hekla lét gott af sér leiða og færði Rauða krossinum 1.000.000 kr. á dögunum. Styrkurinn verður nýttur fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands.
Á myndinni eru Ólafur G. Karlsson, formaður styrktarnefndar, Birgir Benediktsson, forseti Heklu og Björg Kjartansdóttir, sviðstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs Rauða krossins.
Við þökkum Kiwanisklúbbnum Heklu kærlega fyrir sitt framlag!