Almennar fréttir

Klöppum fyrir sjálfboðaliðum á alþjóðlega Rauða kross deginum

08. maí 2020

Í dag, 8. maí er alþjóðlegi Rauða kross dagurinn. Dagurinn er haldinn ár hvert á afmælisdegi stofnanda Rauða krossins, Henry Dunant.

Í dag, 8. maí er alþjóðlegi Rauða kross dagurinn. Dagurinn er haldinn ár hvert á afmælisdegi stofnanda Rauða krossins, Henry Dunant.

Í ár þökkum við sjálfboðaliðum og starfsfólki sérstaklega fyrir starf þeirra í gegnum Covid-faraldurinn. Um allan heim hafa Rauða kross félög brugðist við og verið til staðar í sínu nærsamfélagi til þess að veita heilbrigðisþjónustu, sálrænan stuðning, dreifa nauðsynjavörum og margt fleira. Verkefnin eru jafn ólík og þau eru mörg og aðlagast eftir þörfum.

Verkefnin sem við þurfum að takast á við eru rétt að byrja. Við óttumst öll afleiðingar faraldursins og mun Rauði krossinn halda áfram að vera til staðar fyrir fólk, út um allan heim. Við munum halda áfram að leggja áherslu á að vernda viðkvæma hópa, eins og konur og börn.

Rauða kross hreyfingin var stofnuð fyrir meira en 150 árum og hefur verið til staðar síðan. Hún er sjálfstæð og hefur það hlutverk að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Þegar á reynir, sýnir hreyfingin sannarlega mikilvægi sitt. Samvinna milli landa, við stjórnvöld og aðra viðbragðsaðila hafa gengið vel fyrir sig í gegnum faraldurinn og er ljóst að hreyfingin býr yfir verðmætri þekkingu og reynslu sem hefur skipt miklu máli, eins og svo oft áður þegar gengið er í gegnum krísur.

Rauði krossinn þakkar því mannauði sínum dag sem sýnir einstaka góðvild og hugrekki og vinnur ómetanlegt hjálparstarf. Rauði krossinn væri ekkert án sjálfboðaliðanna.


\"\"