Almennar fréttir

KPMG afhenti styrk til neyðarsöfnunar

06. mars 2023

Fulltrúar KPMG komu í heimsókn og afhentu Rauða krossinum afraksturinn af söfnun þeirra.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins ásamt Hildi Flóvenz og Svövu Ólafsdóttur frá KPMG.

Fulltrúar KPMG, þær Hildur Flóvenz og Svava Ólafsdóttir, komu í heimsókn í Efstaleitið í dag og afhentu Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra Rauða krossins, afraksturinn af söfnun KPMG.

Fyrirtækið safnaði rúmlega 1,5 milljón króna fyrir neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.

KPMG setti af stað söfnun meðal starfsfólks vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Alls söfnuðust 540.000 kr meðal starfsfólks og svo bætti KPMG 1.000.000 kr. við. Heildarupphæð styrksins frá KPMG var því 1.540.000 kr. sem rennur beint í neyðarsöfnun okkar vegna jarðskjálftanna.

Við þökkum KPMG kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra til mannúðarmála!

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli

Almennar fréttir 10. desember 2024

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land. 

Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co

Almennar fréttir 03. desember 2024

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 02. desember 2024

Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.