Almennar fréttir
KPMG afhenti styrk til neyðarsöfnunar
06. mars 2023
Fulltrúar KPMG komu í heimsókn og afhentu Rauða krossinum afraksturinn af söfnun þeirra.

Fulltrúar KPMG, þær Hildur Flóvenz og Svava Ólafsdóttir, komu í heimsókn í Efstaleitið í dag og afhentu Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra Rauða krossins, afraksturinn af söfnun KPMG.
Fyrirtækið safnaði rúmlega 1,5 milljón króna fyrir neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.
KPMG setti af stað söfnun meðal starfsfólks vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Alls söfnuðust 540.000 kr meðal starfsfólks og svo bætti KPMG 1.000.000 kr. við. Heildarupphæð styrksins frá KPMG var því 1.540.000 kr. sem rennur beint í neyðarsöfnun okkar vegna jarðskjálftanna.
Við þökkum KPMG kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy
Alþjóðastarf 24. mars 2023Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
Almennar fréttir 24. mars 2023Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Ný stjórn deildarinnar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. mars 2023Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.