Almennar fréttir

KPMG afhenti styrk til neyðarsöfnunar

06. mars 2023

Fulltrúar KPMG komu í heimsókn og afhentu Rauða krossinum afraksturinn af söfnun þeirra.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins ásamt Hildi Flóvenz og Svövu Ólafsdóttur frá KPMG.

Fulltrúar KPMG, þær Hildur Flóvenz og Svava Ólafsdóttir, komu í heimsókn í Efstaleitið í dag og afhentu Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra Rauða krossins, afraksturinn af söfnun KPMG.

Fyrirtækið safnaði rúmlega 1,5 milljón króna fyrir neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.

KPMG setti af stað söfnun meðal starfsfólks vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Alls söfnuðust 540.000 kr meðal starfsfólks og svo bætti KPMG 1.000.000 kr. við. Heildarupphæð styrksins frá KPMG var því 1.540.000 kr. sem rennur beint í neyðarsöfnun okkar vegna jarðskjálftanna.

Við þökkum KPMG kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra til mannúðarmála!