Almennar fréttir
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
24. janúar 2025
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar hefur í áratugi verið ötull bakhjarl Rauða krossins og lagt sitt af mörkum til fjölbreyttra verkefna með vinnu sinni og handverki. Með þessum styrk er enn á ný staðfestur stuðningur deildarinnar við mikilvæg verkefni sem miða að því að bæta lífsskilyrði þeirra sem á hjálp þurfa að halda.
Frú Ragnheiður, sem rekin er á vegum Rauða krossins, er eitt af lykilverkefnum félagsins í skaðaminnkun. Verkefnið sinnir viðkvæmum hópum í samfélaginu með heilsufarslegum og félagslegum úrræðum. Styrkurinn mun því nýtast vel í áframhaldandi þjónustu og stuðningi við þá sem þurfa mest á því að halda.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.