Almennar fréttir
Landsvirkjun og Arion styrkja jólaaðstoð Rauða krossins
21. desember 2018
Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka.
Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka. Bæði framlögin voru 1 milljón króna og munu koma að góðum notum við jólaaðstoð Rauða krossins þetta árið.
Rauði krossinn áÍslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoðfyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmiðjólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að haldagleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum,matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þessi framlög.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza
Alþjóðastarf 08. desember 2023Allir aðilar átakanna á Gaza verða að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef þau eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa.

Atlantsolía keyrir áfram neyðarvarnir og skaðaminnkun Rauða krossins
Innanlandsstarf 04. desember 2023Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming.

Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt
Innanlandsstarf 04. desember 2023Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.