Almennar fréttir
Láttu gott af þér leiða og fáðu endurgreiðslu frá skatti í leiðinni
13. desember 2021
Það hefur aldrei verið jafn hagstætt að styrkja Rauða krossinn því frá og með nóvember 2021 er hægt að lækka skattana í leiðinni. Þetta á bæði við um einstaklinga og fyrirtæki:
Fyrirtæki geta fengið skattafslátt af styrkjum sem nema allt að 1,5% af tekjuskattsstofni.
Hjá einstaklingum þarf styrkfjárhæðin að vera að lágmarki 10 þúsund og hámarksskattafsláttur fæst fyrir 350 þúsund króna framlag. Hámarks upphæðin er tvöföld fyrir hjón, þ.e. 700 þúsund krónur.
Hér er dæmi um hvað einstaklingar geta fengið í skattaafslátt miðað við mismunandi fjárhæðir*:
-
Einstaklingur sem greiðir 20 þúsund króna styrk til Rauða krossins fær skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur. Við fáum 20 þúsund til góðra verka, en þú borgar í raun 12.400.
-
Einstaklingur sem greiðir 50 þúsund króna styrk til Rauða krossins fær skattafslátt að fjárhæð 19 þúsund krónur. Við fáum 50 þúsund til góðra verka, en þú borgar í raun 31.000
-
Fyrirtæki sem styrkir Rauða krossinn um 1 milljón lækkar tekjuskattinn sinn um 200 þúsund krónur. Við fáum 1 milljón til góðra verka, en fyrirtækið greiðir í raun 800 þúsund
Þú þarft ekkert að gera nema taka ákvörðun um að styrkja Rauða krossinn, skatturinn og Rauði krossinn sjá um að koma afslættinum til skila.
Til að nýta skattaafsláttinn getur þú gerst mánaðarlegur styrktaraðili hér og styrkt Rauða krossinn með einni greiðslu hér.
*Tekjuskattshlutfall er breytilegt. Hér er gert ráð fyrir skattahlutfalli meðaltekna. Fjárhæðir birtast á heilu hundraði króna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“