Almennar fréttir
Laust starf vaktstjóra símavers
31. janúar 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir vaktstjóra símavers félagsins
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja félagið. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnar eru 4 vaktir í viku. Vinnutíminn er frá kl. 15:00-21.00, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Helstu verkþættir:
- Verkefnastjórn í símaveri í samráði við verkefnastjóra
- Móttaka og þjálfun starfsmanna símavers
- Skipulagning vakta starfsmanna símavers
- Ábyrgð á skráningu upplýsinga og gagnaöflun
Hæfniskröfur:
- Áhugi á starfi Rauða krossins
- Leiðtogahæfni, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Skipulagshæfileikar og geta til að geta unnið sjálfstætt
- Reynsla af verkefnastjórnun og sambærilegu starfi er kostur
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjáraflana, johannagud@redcross.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar nk.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.