Almennar fréttir
Laust starf vaktstjóra símavers
31. janúar 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir vaktstjóra símavers félagsins
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja félagið. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnar eru 4 vaktir í viku. Vinnutíminn er frá kl. 15:00-21.00, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Helstu verkþættir:
- Verkefnastjórn í símaveri í samráði við verkefnastjóra
- Móttaka og þjálfun starfsmanna símavers
- Skipulagning vakta starfsmanna símavers
- Ábyrgð á skráningu upplýsinga og gagnaöflun
Hæfniskröfur:
- Áhugi á starfi Rauða krossins
- Leiðtogahæfni, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Skipulagshæfileikar og geta til að geta unnið sjálfstætt
- Reynsla af verkefnastjórnun og sambærilegu starfi er kostur
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjáraflana, johannagud@redcross.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar nk.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitKvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Almennar fréttir 23. janúar 2025Milljónir Palestínufólks á Gaza þurfa hjálp – strax. Rauði krossinn safnar fyrir mat, skjóli, hreinu vatni og heilbrigðisaðstoð.
Hugmyndarík frændsystkin söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 23. janúar 2025Frændsystkinin þrjú, Árný Ýr, Bjarki Freyr og Tinna eru aldeilis hugmyndarík þegar kemur að því að safna fé fyrir Rauða krossinn. Þau ákváðu að setja upp sína eigin litlu nuddstofu og bjóða fjölskyldu og ættingjum í fóta- og herðanudd gegn framlagi til söfnunarinnar.