Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra skyndihjálpar
01. mars 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% starf. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% stöðu. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Helstu verkefni:
- Umsjón með sölu skyndihjálparnámskeiða
- Umsjón með þróun og útgáfu námsefnis og námskeiða í skyndihjálp.
- Umsjón með menntun leiðbeinenda í skyndihjálp.
- Samskipti við samstarfsaðila innanlands og erlendis á sviði skyndihjálpar.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- og/eða menntavísinda, sjúkraflutningamenntun eða víðtæk starfsreynsla á sviði skyndihjálpar.
- Mikil samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á starf@redcross.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Nánari upplýsingar veitir Jón B Birgisson sviðsstjóri innanlandssviðs.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“