Almennar fréttir
Lífróður til styrktar Frú Ragnheiði hefst í dag
14. desember 2018
Sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna fyrir Frú Ragnheiði sem ætla að róa í sjö daga, stanslaust í eina viku.
Lífróður, sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði, hefst í dag. Þá ætla sjö einstaklinga að róa í sjö daga , stanslaust í eina viku, og safna þannig fjármunum fyrir Frú Ragnheiði.
Söfnunin fer fram í Under Armour búðinni í Kringlunni og hvetjum við alla til að kynna sér málið.
Hægt er að leggja söfnunni lið með eftirfarandi hætti:
Smella á gefa.raudikrossinn.is/8287 eða senda SMS-ið TAKK í símanúmerið 1900 til að gefa 1900 kr.
Einnig er hægt að mæta í Under Armour-búðina í Kringlunni og „taka róður“ gegn vægu gjaldi – 1.000 kr. sem renna eðlilega beint í þetta mikilvæga málefni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.