Almennar fréttir
Lífróður til styrktar Frú Ragnheiði hefst í dag
14. desember 2018
Sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna fyrir Frú Ragnheiði sem ætla að róa í sjö daga, stanslaust í eina viku.
Lífróður, sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði, hefst í dag. Þá ætla sjö einstaklinga að róa í sjö daga , stanslaust í eina viku, og safna þannig fjármunum fyrir Frú Ragnheiði.
Söfnunin fer fram í Under Armour búðinni í Kringlunni og hvetjum við alla til að kynna sér málið.
Hægt er að leggja söfnunni lið með eftirfarandi hætti:
Smella á gefa.raudikrossinn.is/8287 eða senda SMS-ið TAKK í símanúmerið 1900 til að gefa 1900 kr.
Einnig er hægt að mæta í Under Armour-búðina í Kringlunni og „taka róður“ gegn vægu gjaldi – 1.000 kr. sem renna eðlilega beint í þetta mikilvæga málefni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Algjörlega yfirþyrmandi aðstæður
Alþjóðastarf 06. júní 2025Þegar Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins á Gaza var ástandið oft erfitt. Tugir særðra gátu komið samtímis sem var krefjandi fyrir alla og hratt gekk á birgðir. Nú hefur sá fjöldi margfaldast. Hátt í 200 hafa komið samtímis. „Þetta hlýtur að hafa verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólkið sem er að vinna þarna.“