Almennar fréttir
Málþing um lög í stríði í Norræna húsinu
14. mars 2019
Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, standa að málþingi fimmtudaginn 21. mars í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði.
Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, standa að málþingi fimmtudaginn 21. mars í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði.
Málþinginu er ætlað að auka þekkingu fagfólks og almennings á alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum Genfarsamningunum. Í vopnuðum átökum gilda lög og eitt af meginverkefnum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er að kynna fyrir stjórnvöldum og stríðandi fylkingum um allan heim hvaða réttindi og skyldur hvíla á þeim á meðan á átökum stendur. Umfjöllunarefni málþingsins afmarkast við lög í stríði (International humanitarian law, IHL), með áherslu á vernd almennra borgara í átökum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áhrif vopnaðra átaka á heilbrigðisþjónustu. Þá verður jafnframt fjallað um mannúðarréttinn og íslenskt lagaumhverfi, þá sérstaklega innleiðingu refsiákvæða mannúðarréttarins í íslensk lög.
Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Léttar veitingar í boði.
Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi síðu:
https://www.facebook.com/events/413001889434692/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“