Almennar fréttir
Mikið álag vegna reksturs farsóttarhúsa
11. janúar 2022
Vegna mikils fjölda Covid-19 smita undanfarnar vikur og daga hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins. Í dag rekur Rauði krossinn alls sex farsóttarhús, fimm á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri og í undirbúningi er að opna sjötta farsóttarhúsið á höfuðborgarsvæðinu.
Þessi hraði vöxtur hefur kallað á miklar mannaráðningar fyrir farsóttarhúsin. Allt starfsfólk þarf sérþjálfun áður en það getur tekið við starfi í farsóttarhúsi.
Mikil ásókn hefur verið að hjá smituðum einstaklingum að komast að hjá farsóttarhúsum. Þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð, þarf að forgangsraða þeim sem nauðsynlega þurfa á vist að halda. Rauði krossinn biðlar til allra sem greinast með Covid-19 og geta verið heima að óska ekki eftir vist á farsóttarhúsi nema af brýnni nauðsyn. Allir sem geta dvalið heima í einangrun ættu að velja þann kost.
Starfsmenn Rauða krossins hringja nú allan daginn í fólk sem óskar eftir dvöl og forgangsraða smituðum einstaklingum inn á farsóttarhúsin. Í forgangi eru þeir sem með engu móti geta dvalið í heimahúsi og ferðamenn sem ekki geta dvalið á hefðbundnum hótelum lengur. Algengt er að ferðamenn sem hafa þegar skráð sig út af hóteli greinist síðan í hraðprófi með Covid-19 á leið úr landi. Þeir geta ekki bókað hótelherbergi á ný og eru því ekki með þak yfir höfuðið. Þá er lögð áhersla á að smitaðir einstaklingar sem ekki geta dvalið heima vegna alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma annarra heimilismanna fái inni á farsóttarhúsi.
Rauði krossinn vill góðfúslega benda á að erfitt getur reynst að ná símasambandi við félagið núna vegna mikils álags af þessum ástæðum og á það líka við um Hjálparsímann 1717.
Þá vill Rauði krossinn nota tækifærið og þakka öllum stuðningsaðilum sínum. Á slíkum álagstíma er mikilvægt að geta reitt sig á sterkt bakland eins og Mannvini Rauða krossins. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.