Almennar fréttir
Mikilvægt að sammælast um algjört bann við kjarnorkuvopnum
24. apríl 2019
Sveinn Kristinnson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ritaði nýlega grein um kjarnorkuvopn. Þar minnir hann okkur á að ,,við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna.‘‘
Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ritaði nýlega grein um kjarnorkuvopn. Þar minnir hann okkur á að ,,við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna.‘‘ Afar þungbært sé að enn sé hætta á að þessum svo afar skaðlegum vopnum verði beitt. Í greininni bendir Sveinn á að ríkisstjórnir og ráðamenn heimsins þurfi að sammælast um algjört bann við kjarnorkuvopnum. Fyrsta skrefið sé að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.
74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Gríðarlega alvarlegar afleiðingar eru af kjarnorkuvopnum er búa yfir ótrúlegum eyðingarmætti. Heimsbyggðin mun seint gleyma þeim skelfilegu afleiðingum sem urðu vegna kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki fyrir 74 árum, þar sem tugþúsundir manna létust á svipstundu. Tugir þúsunda urðu fyrir langvarandi áhrifum sem sumir hverjir glíma enn við í dag.
Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna, en eðli kjarnorkuvopna er slíkt að ljóst er að hvorki Rauði krossinn né annar hjálparaðili myndi hætta sér inn á svæði þar sem kjarnorkusprengja er sprengd til þess að veita fórnarlömbum aðstoð.
Lesa má greinina hans Sveins í heild sinni hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.