Almennar fréttir
Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins
07. nóvember 2023
Nýlega fór fram sendifulltrúanámskeið í Borgarnesi fyrir þau sem vilja fara erlendis sem sendifulltrúar og sinna hjálparstarfi á vettvangi eða þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum. Námskeiðið var alþjóðlegt og kynnti tilvonandi sendifulltrúa fyrir ýmsum hliðum starfsins.
Nýlega var haldið svokallað IMPACT sendifulltrúanámskeið, sem er fyrir verðandi sendifulltrúa Rauða krossins. Markmiðið með námskeiðinu er að gera tilvonandi sendifulltrúa sem best í stakk búna til að sinna hjálparstarfi á vettvangi vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara eða vegna stríðsátaka, eða að starfa að langtíma þróunarsamvinnu með öðrum landsfélögum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans. Námskeiðið er forsenda þess að vera á útkallslista Rauða krossins fyrir alþjóðalegt hjálparstarf.
Þátttakendur voru alls 25 og komu frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Spáni.
Fjölbreytt fræðsla fyrir framandi störf
Á námskeiðinu kynnast tilvonandi sendifulltrúar starfi landsfélaga Rauða krossins, Alþjóðasambandsins (IFRC) og Alþjóðaráðsins (ICRC), auk þess sem þeir kynnast starfi á vettvangi og margvíslegum álitaefnum sem geta komið upp. Þau fá einnig fræðslu um öryggismál, daglegt líf sendifulltrúa á vettvangi og heilsufarsvandamál sem geta komið upp.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrst þurfa þátttakendur að fara í gegnum námskeið á vefnum sem lýkur með prófi og standist þeir það próf heldur þjálfun áfram á þessu vikulanga námskeiði, sem að þessu sinni var haldið á Varmalandi í Borgarnesi.
Aðal leiðbeinendurnir á námskeiðinu voru fulltrúar frá ICRC og IFRC, þeir Guive Rafatian og Jean-Pierre Taschereau, en auk þess sinnti starfsfólk og sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi einnig kennslu á námskeiðinu.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.