Almennar fréttir
Nemendur Grundaskóla söfnuðu rúmlega milljón fyrir Rauða krossinn
02. desember 2022

Góðgerðardagur í Grundaskóla til styrktar hjálparstarfi í Malaví
Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla undirbúið markað en þar var til sölu fjölbreytilegur varningur. Fullt var út úr dyrum og margir með seðla á lofti til að tryggja sér fljóta og örugga afgreiðslu. Meðal annars var hægt að kaupa handverk úr leir og textíl, skreyttar krukkur, kökudeig, kókoskúlur, bækur og dót, pulsur og djús og kökur og kaffi.

Söfnuðu 1.160.000 kr.
Alls náðist að safna 1.160.000 kr. fyrir Rauða krossinn sem rennur til hjálparstarfs okkar í Malaví.
Við þökkum Grundaskóla kærlega fyrir frábært framtak!

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.