Almennar fréttir

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Jemen framlengd til 27. desember

21. desember 2018

Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú  vonir bundnar við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð. 

Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen hefur verið framlengd fram til 27. desember. Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú  vonir bundna við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð. 

Í vikunni var undirritað vopnahlé milli stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Hefur þetta vakið upp vonir um að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til milljóna Jemena sem þurfa á aðstoð að halda. 

Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.

 

https://www.youtube.com/watch?v=p65bjs_GAzI